Á þessari nýju mynd sést rykslæða sem gengur þvert um miðju gas- og rykskýs í geimnum sem kallast NGC 6357. (En dásamlegt nafn!) Á myndinni sést reyndar aðeins lítill hluti af NGC 6357. Myndin er einstök því hún er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af þessum hluta þokunnar!
„NGC“ í nafni þokunnar stendur fyrir „New General Catalogue“ sem er einskonar skrá yfir heimilisföng í geimnum. Þetta er einn lengsti listi sem stjörnufræðinga eiga yfir fjarlæg fyrirbæri í geimnum. Ástæðan er sú að skráin inniheldur allar gerðir fjarlægra fyrirbæra, eins og vetrarbrautir og geimþokur (eins og þá sem hér sést). Aðrar samskonar skrár geyma oftast lista yfir einhver ákveðin fyrirbæri.
Fróðleg staðreynd
Í New General Catalogue eru 7.840 geimfyrirbæri!
Więcej informacji
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.
Share: