Skoðaðu þessa fallegu ljósmynd. Fangar eitthvað sérstakt athygli þína? Til dæmis hópur bjartra blárra og hvítra stjarna vinstra megin við miðju? Þetta er ung stjörnuþyrping sem inniheldur fjölmargar mjög heitar stjörnur.
Smelltu á myndina til að stækka hana. Þyrpingin bjartast sést enn en margir aðrir hlutir fanga líka athyglina, einkum vekur rautt ský úr gasi á neðrihluta myndarinnar mikla athygli.
Þessi stjörnuþyrping er skammt frá miklu stærra gasskýi á næturhimninum sem kallast Arnarþokan. Sú þoka sést ekki á þessari mynd en myndum af henni er þyrpingin sem hér um ræðir vart sýnileg. Svo lítil er hún.
Stjörnufræðingar taka mjög gjarnan myndir af litlum svæðum á næturhimninum svo fyrirbæri sem hverfa stundum í skuggann af öðrum, eins og þessi stjörnuþyrping, fái að njóta sín í sviðsljósinu. Prófaðu að halda fyrir hluta af myndinni til að sjá hana á allt annan hátt. Hjálpar það til við að sjá eitthvað sem þú tókst ekki eftir áður?
Fróðleg staðreynd
Þetta er nýjasta myndin sem Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli birtir en þau eiga mörg þúsund myndir. Þú getur skoðað 100 bestu myndirnar hér: www.eso.org/public/images/archive/top100
Więcej informacji
Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.
Share: